Lofthernaður gegn landinu?

Fyrir rúmum 50 árum skrifaði Halldór Laxness tímamótagrein í Morgunblaðið undir heitinu "Hernaðurinn gegn landinu" og raifaði á magnaðan hátt þær tröllauknu hugmyndir, sem þá voru uppi um hernaðarkenndar fyrirætlanir til að ráðast með stórvirkjunum gegn mörgum af helstu náttúruperlum landsins. 

Í dag verður haldið Náttúruverndarþing í því sveitarfélagi, sem Þjórsárver eru í og búið var að setja á aftökulista komandi hernaðar gegn landinu. Á þinginu verður væntanlega aðallega fjallað um komandi virkjun Þjórsár, en í sveitarfélaginu er einnig að rísa fyrsta bitastæða vindorkuverið. 

1970 óraði skáldið ekki fyrir þeim tryllingslegu fyrirætlunum sem voru í fæðingu varðandi það að virkja allar helstu ár norðausturhálendisins og hervirkið Kárahnjúkavirkjun er nú hluti af. 

Því síður óraði hann fyrir því að sá landhernaður gæti síðar fengið liðsauka úr lofti með svo stórkarlalegum vindorkuverum í formi risa leifturstríðs að kalla mætti lofthernað gegn landinu. 

Svo mikill er æsingurinn varðandi þetta nýja stríð, að þegar liggja fyrir áform um 1000 vindmyllur í 40 vindorkuverum á landi, og þar að auki áform um allt að 15 þúsund megavatta vindorkuver á grunnmiðum undan suðausturströndinni.  Bara sú hugmynd ein snýst um orkumagn, sem er fimm sinnum meira en öll orkuframleiðsla landsins nú!  

Það er haft eftir Albert Einstein að ef ætlunin sé að fást við mistök, dugi ekki að nota til þess sömu hugsunina og olli þeim.  

Þetta skynjar ungt fólk nú þegar það bendir á þá lífseigu hugsun sem ráðið hefur ferðinni fram að þessu í neyslu og hagfræði jarðarbúa sem snýst um veldisvöxt hagvaxtar sem eins konar trúaratriði. 


mbl.is Ungt fólk harmar neysluvenjur landsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. apríl 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband