Rússneski fulltrúinn í Öryggisráðinu var fjarverandi þegar Kóreustríðið hófst.

Mörg álitamál og deilumál hafa komið upp í tæplega áttatíu ára sögu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 

Í einu þeirra skrópuðu Rússar á fundum ráðsins, og þá vildi svo til að Norður-Kóreumenn réðust fyrirvaralaust inn í Suður-Kóreu. 

Vegna fjarveru Rússa þegar ðryggisráðið fjallaði um málið, gátu þeir ekki notað neitunarvald sitt til þess að andæfa ályktun ráðsins um að her á vegum Semeinuðu þjóðanna yrði stonaður og sendur á hinar nýju vígstöðvar. 

Mjög mjóu munaði að Norður-Kóreumönnum tækist að leggja allan Kóreuskagann undir sig, og þeirri spurningu verður líklega aldrei svarað til fulls, hvort fjarvera Rússa varð til þess að her Sþ fór gegn innrásarhernum bæði á landi og í innrás af sjó, og sneri dæminu við með því að sækja alla leið norður undir landamærin við Kína við Yalufljót. 


mbl.is „Versta aprílgabb allra tíma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhlutdrægni - tjáningarfrelsi: Tvær hliðar á sama peningi.

Tvær hliðar á sama peningi er orðalag sem oft er notað um hluti, sem eru gróft orðað í tveimur hlutum, sem eru andstæður. 

Í ritum helstu fræðimanna og boðbera frelsis hefur þetta verið orðað þannig, að frelsi eins endar þar sem frelsi annars byrjar.

Vandinn er oft sá, að á mörkunum er misjafnlega stórt grátt svæði, þar sem oft verður að leggja sveigjalegt og umdeilanlegan dóm á álitaefni. 

Þetta á líklega við um það viðfangsefni hjá BBC um notkun starfsmanna á samfélagsmiðlum og hvernig eigi að draga mörkin á milli tjáningarfrelsis og kröfunnar um óhlutdrægni / hlutlægni / hlutleysi.   


mbl.is BBC endur­skoðar reglu­verk um sam­fé­lags­miðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. apríl 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband