10.5.2023 | 21:05
Aukin bílakaup eru nauðsynlegur hluti af orkuskiptunum.
Til þess að koma orkuskiptum í kring í landsamgöngum þarf ekki aðeins að slá í klárinn varðandi innviðina til aðstöðu við hleðslu bílanna, heldur þarf líka að fjölga bílunum sjálfum.
Það kann að sýnast kostnaðarsamt á tímum, þar sem draga þarf úr þenslu og verðbólgu, en þá verður að hafa í huga, að áður hafa farið hér fram orkuskipti á síðustu öld, þegar jarðefnaeldsneyti var skipt út fyrir hitaveirur til húshitunar.
Milljón tonn af olíu á ári fyrir samgönguflotann í beinhörðum gjaldeyri felur í sér mikinn ávinning, ef hægt er að losna við þau útgjðld.
![]() |
Fólksbílasala jókst um 16,1% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)