Arabaríkin í lykilaðstöðu í orkumálum.

Í öllu hinu gríðarlega staðreyndaflóði, sem birst hefur á ótal ráðstefnum og í fjölmiðlum, vekur sú meginmynd athygli, að svo virðist sem olíulindir Miðausturlanda séu þess eðlis, að olíuframleiðsluríkin þar komi ævinlega út úr mögulegum sviptingum með pálmann í höndunum. 

Þrátt fyrir sífelldar fréttir af olíu- og gaslindum norðar á hnettinum, blasir við, að ævinlega verður hagkvæmast að nýta olíulindirnar í þeim hluta jarðar þar sem sólar hefur notið best alla tíð og því alla jafnan mestur jarðargróði, sem síðar hefur breyst í olíulindir. 

Meðan olíunnar nýtur enn við í Miðausturlðndum verður dýrara að vinna olíu á norðlægari slóðum. 

Sú er líkast til meginástæðan fyrir því, að ekki verði neitt úr vinnslu á Drekasvæðinu og hliðstæðum svæðum á þeim tíma sem eftir er af líftíma olíulinda Arabaþjóðanna.  

Í fróðlegu útvarpsviðtali við Braga Árnason hér um árið var hann beðinn um að spá fyrir um það hvernig orkumálin myndu þróast í framtíðinni. 

Á sínum tíma hafði hann spáð rétt um nýtingu vetnis sem orkubera. 

"Sólarorkan", svaraði Bragi og bætti síðan við: Það þýðir, "að hin suðrænu ríki verða í lykilaðstððu varðand nýtingu hennar með lang hagstæðu aðstæðurnar, rétt eins og í þau hafa verið í nýtingu sólarorku fyrri tíma, sem skóp olíulindirnar."

,  

 


mbl.is Fundar með forráðamönnum furstadæma um loftslagsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. maí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband