Flókið mál að semja frið?

"100 prósent árangur í varnarmálum" eru orð þar sem hraustlega er mælt, hvað Úkraínustríðið áhrærir. Í þeim felst að innrásarlið Rússa verði hrakið úr öllu landinu, þar með talið úr Donbas og af Krímskaga. 

Stríðið á það sameiginlegt með Kóreustríðinu 1950-53 að yfir vofir hættan á stigmögnun þess upp í kjarnorkustyrjöld. 

Þegar yfirhershöfðingi liðs vesturveldanna í Kóreu virtist vera tilbúinn í slíkt stríð rak Truman Bandaríkjaforsetinu hann, og stríðið endaði með þrátefli sem enn er í gildi sjötíu árum síðar. 

Mao formaður sagði að Bandaríkin væru "pappírstígrisdýr."  

Flest bendir til að íbúar Donbas og Krímskaga vilji sjálfir vera hluti af Rússlandi. 

Sé svo, hljómar það mótsagnarkennt hjá þeim sem vildu virða sjálfsákvðrðunarrétt þjóða í lok Fyrri heimsstyrjaldarinnar, að vera á móti því varðandi ábúa slíkra héraða nú. 

Langvarandi yfirráð Rússa yfir Krímskaga fram til 1964 og mikið hernaðargildi skagans gera það illmögulegt Úkraínumenn verðí valdsherrar þar í stríðslok núverandi stríðs.   


mbl.is Vill 100% árangur í varnarmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. maí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband