Herfileg reynsla af stríðsskaðabótum.

Reynslan af stríðsskaðabótum eftir stórstríð hefur hingað til verið þeim mun verri sem tjónið hefur verið meira. 

Fyrri heimsstyrjöldin átti að verða "stríðið til að binda enda á ðll stríð", en snerist upp í andhverfu sína og mannskæðustu styrjöld allra tíma. 

Rökin fyrir þessum skaðabótum voru aðallega tvenn: Sigurvegararnir dæmdu og útmáluðu Þjóðverja og sakfelldu fyrir það að hafa einir borið ábyrgð á styrjöldinni, og ekki síður sú staðreynd, að stríðið var eingöngu háð á landi Frakka og Belga á vesturvígstððvunum og beint tjón því eingöngu þar, en ekki í Þýskalandi. 

Stíðsskaðabæturnar ollu í fyrstu hruni efnahagslífsins í Þýskalandi og síðar efni fyrir gróðrastíu öfgaflokka á borð við nasista og grundvöllur fyrir valdatöku og hefndarstríði Hitlers. 

Eftir Seinni heimsstyrjöldina hernámu Sovétmenn Austur-Evrópu og margsugu þjóðir þar, meðal annars með flytja stórverðmæti á borð við heilu bílaverksmiðjurnar austur til Rússlands. 

Austur-Þýskaland var svelt af hráefnum og því ætlað að verða vanþróað landbúnaðarríki. 

Vesturveldin fóru þveröfugt að og höfnuðu hefndar- og stíðsskaðabótaleiðinni alfarið, en fóru í staðinn út í mestu efnahagssaðstoð allra tíma með Marshallaðstoðinni. 

Evrópuráðið 1949 var eitt af mörgum dæmum þess að í stað hefndaraðgerða yrði skaplegra að koma á friðsamlegri sambúð í álfunni á lýðræðislegum mannréttindagrundvelli. 

Krafa Úkraínumanna um tröllauknar stríðsskaðabætur eru skiljanlegar, rétt eins og krafa Frakka var í Versalasamningunum 1919.  Í báðum tilfellum varð tjónið að mestu hjá þessum tveimur þjóðum. 

En hefndarleið Frakka reyndist herfilega og í ljósi þess að nú ráða Rússar yfir gereyðingar kjarnorkuvopnum virðist ansi mikil bjartsýni fólgin í því að reyna öðru sinni stríðskaðabótaleiðina á fullu. 

Þótt Finnar hafi greitt háar stríðsskaðabætur til fulls eftir 1945 var sérstaða þeirra sú, að þeir höfðu veðjað á rangan hest í stríðinu og ef þeir ætluðu að halda sjálfstæði, var ekki annað í boði en að beygja sig í þessu máli. 

 


mbl.is Óraunhæfar tjónakröfur á Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. maí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband