Beechcraft King Air aftur á dagskrá eins og fyrir hálfri öld?

Merkilegt er hve oft það gleymist, hvað sjávarútvegurinn og hafið eru mikilvægur hluti af lífi Íslendinga. Royal_Air_Force_King_Air_B200_Training_Aircraft_MOD_45153010

Fyrir tæpri hálfri öld þurfti Landhelgisgæslan að huga að framtíðarflugvél fyrir sig. 

Fram að því höfðu Katalina flugbátur og Douglas DC-4 Skymaster verið notaðar, báðar bergmál frá heimsstyrjaldarárunum. 

Fyrir valinu varð Fokker F-27 skrúfuþota, sem notuð var næstu 34 árin, allt til 2009. 

2009 var síðan núverandi vél af svipaðri stærð, Bombardier Dash 8, keypt. 

Nú má heyra að þessi vél sé þrefalt stærri en þjóðin geti ráðið við, og að það verði að selja hana og kaupa þrefalt minni vél. 

Þetta er á skjön við það sem ákveðið var fyrir tæpri hálfri öld eftir að um hríð hafði verið hugleitt hvort Beechcraft King Air skrúfuþota myndi nægja. 

Keypt var vél af svipaðri stærð og Bonbardier Dash 8. 

Vitað er nú, rétt eins og fyrir tæpri hálrfi öld, að svona miklu minni vél, eins og Beechraft vélin er, er alls ekki jafnoki nær þrefalt stærri vélar. 

Til dæmis er ekki hægt að varpa út tveimur björgunarbátum, sem taka alls 20 manns. 

Hvað hefur breyst sem réttlætir það, sem talið var ótækt fyrir hálfri öld?

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Tveir strandveiðibátar lentu í vandræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Skal í gegn hjá okkur" stefnan á undanhaldi?

Lengi var stefna í hávegum höfð víða varðandi legu helstu þjóðleiða landsins að þær færu um hlaðið á helstu þéttbýliskjörnum á leiðinni.  

Gott dæmi var gamla brúin yfir Ytri-Rangá á Hellu. 

Þegar óhjákvæmilegt varð að gera nýrri og breiðari brú vildu margir að hún yrði á sama stað og gamla brúin, en við hana hafði myndast þéttbýli.  

Ein af helstu rökunum fyrir því var að með þvi að gera brú sunnar á ána yrði grundvellinum fyrir þorpinu kippt í burtu. 

"Skal í gegn hjá okkur" stefnan. 

Þetta var á dögum Ingólfs Jónssonar á Hellu, sem var ráðherra og áhrifamaður, og lausnin varð sú, að veita aðlögunarstyrki fyrir þá sem yrðu fyrir búsifjum af breytingu vegarstæðisins. 

Þetta reyndist happadrjúg lausn, og myndi marga undra í dag, að á sínum tíma skyldi þetta verða að deilumáli. 

Dæmi um að slíkra lausna megi leita víðar er sú tregða, sem er gegn hagkvæmustu vegarlagningu á íslandi, sem er 14 kílómetra stytting Þjóðvegar eitt með því að leggja nýja leið yfir hagkvæmt brúarstæði við Fagranes í Langadal. 

Um þessar mundir eru í bígerð nýjar samgönguframkvæmdir við Selfoss og Egilsstaði þar sem hugsa þarf um að akstur í gegn á þessum stöðum þjóni sem best aðal þjóðleiðunum í víðum skilningi. 

Nokkuð vel virðist verða fyrir því séð að forðast "skal í gegn hjá okkur" aðferðina á Selfossi, sem hefði getað falist í því að þvinga alla gegnumstreymisferð í gegn um miðbæinn þar. 

Erfiðaara er um vik og flóknara úrlausnarefni við Egilsstaði, en vonandi rata þeir á skástu lausnina þar. 


mbl.is Þjóðvegurinn út úr þorpinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. maí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband