Hvað um Öskju?

Páll Einarsson minnir réttilega á það í viðtali við mbl.is að óvenju margar eldstöðvar geri sig nú líklegar til að vera komnar á tíma varðandi eldgos. askja_her_ubrei_wattsfell_1313297

Hann nefnir þó ekki Öskju meðal hinna efstu í lista, þótt þar hafi kvika á litlu dýpi valdið landrisi undanfarin misseri. 

Staðurinn er undir vesturenda vatnsins vinstra megin á myndinni, sem þýðir það, að gos þarna gæti orðið kröftugt öskugos. 

Reynslan frá gosinu 1875 er ekki uppörvandi. 

En Páll er líklega varfærinn í þessu efni, því að vegna skorts á samanburðarmælingum frá fortíðinni er líklega ómögulegt að spá um þessa eldstöð af neinni nákvæmni. 


mbl.is „Fylgir því að búa í svona landi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. maí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband