Snjallt tilsvar hjá kaupfélagsstjóra um síđustu aldamót.

Einhvern tíma í kringum 1990 var gerđ stutt frétt hjá Stöđ 2 um minnsta kaupfélag landsins, sem ţá var á Óspakseyri viđ Bitrufjörđ. 

Hrun starfsemi flestra kaupfélaga var ţá geigvćnlegt, en á Óspakseyri var í fínasta lagi. 

Kaupfélagsstjórinn, Sigrún Magnúsdóttir, hafđi hagrćtt rekstrinum á einstaklega hugvitssamlegan hátt, međal annars međ ţví sem kallađ er "fćkkun stöđugilda".  

Áfram liđu árin og tíu árum síđar stóđ ţannig á í fréttaferđ til Vestfjarđa ađ hafa samband viđ Sigrúnu.

Samtaliđ varđ stutt og tók snöggan endi, eitthvađ á ţessa leiđ:

"Hér er allt viđ ţađ sama", svarađi hún. 

"En fjöldi íbúa, hvađ međ ţá?" var spurt. "Fólksfćkkun í dreifbýlinu er víđast vandamál."

"Ţar er líka sömu sögu ađ segja," sagđi Sigrún. "Alveg sama íbúatalan og fyrir tíu árum."

"Ţađ eru góđar fréttir," sagđi ég.

" Nei," svarađi hún. "Ţađ eru slćmar fréttir." 

"Ha?"

"Jú, viđ erum öll orđin tíu árum eldri."

Eftir ţví sem árin liđu eftir ţetta og ţessi mál skođuđ betur, sást betur hve mikil skarpskyggni var í ţessum orđum.  

Eđli málsins ţjappađist saman í eina harđsnúna stađreynd. 

Fyrsta spurningin, sem spyrja ţarf ţegar grennslast er fyrir um lífsmöguleika byggđa, er ţessi: Hvađ búa margar konur á barneignaaldri á svćđinu? 

Ef ţćr eru fáar, og í ofanálag komin á efri ár barneignaaldursins, er viđkomandi byggđarlag dauđadćmt. 

Ţetta getur líka átt viđ um einstakar ţjóđir. Ţess vegna er lćgsta frjósemistala sögunnar á Íslandi grafalvarlegt mál. 

 


mbl.is Frjósemi aldrei veriđ minni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 9. maí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband