1.6.2023 | 15:49
Plastmengunin virðist vera langmesta ógnin.
Afar fróðlegur þáttur um skaðleg áhrif plastefna á heilsu fólks var í sjónvarpi í gærkvöldi.
Hefði mátt vera fyrr á dagskrá, því að efni hans á svo sannarlega erindi til allra og snertir hverja einustu manneskju, jafnt fædda sem ófædda.
Magnið af óhollum og heilsuspillandi efnum í plasti er yfirgengilega mikið og tegundir efnanna skipta þúsundum.
Þátturinn fjallaði um læknisfræðiegar rannsóknir á þessu gríðarlega mikilvæga máli, sem hefur áhrif strax á meðgöngutíma og veldur aukinni tíðni krabbameins og fleiri sjúkdóma, og skaðlegum hormónabreytingum.
Umgjörð málsins minnir um margt á rannsóknir á skaðsemi reykinga, sem tóbaksframleiðendur afneituðu staðfastlega áratugum saman líkt og framleiðendur plastefna gera núna.
Hið danska vísindafólk, sem fram kom í þættinum, sýnir aðdáunarverða hugsjónabaráttu líkt og rannakendur sjúkdóma af völdum tóbaks gerðu á sínum tíma.
Læknar vara við notkun á náttúrulegu Ozempic | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)