17 stiga hiti dag eftir dag á Brúaröræfum. BISA væntanlega opinn.

Liðinn maímánuður hefur verið einstakur á norðausturhálendinu, og þessa dagana er 17 stiga hiti dag eftir dag á Brúaröræfum.   

Það þýðir væntanlega að Sauðárflugvöllur ætti að vera galopinn til notkunar og aðeins formsatriði að skoða það sérstaklega með því að fljúga þangað.  

Um nokkurt skeið hefur gilt sérstakt viðbúnaðarástand á þessu svæði vegna kvikusöfnunar og skjálfta undir Öskjuvatni.   

Flugvðllurinn er aðeins um 30 km frá vatninu í beinni loftlínu, eða sem svarar tíu mínútna flugi. 

Brautirnar eru fimm, sú lengsta 1300 metrar, en samanlögð lengd þeirra um 4500 metrar.  

Vðllurinn hefur alþjóðlega skráningu sem náttúrugerður malarflugvöllur með skammstöfunina BISA og gæti því nýst sem öryggisatriði ef eldgos brýst út í Öskju. 


mbl.is Allt að 19 stiga hiti fyrir austan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júní 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband