23.6.2023 | 09:17
Skjóta fyrst og spyrja svo?
Tvö gagnverkandi atriði stönguðust á á funndi Flugmálafélagsins í gær. Annars vegar margítrekuð yfirlýsing flugmálaráðherra um að Reykjavíkuruflugvöllur verði áfram á sama stað í að minnsta kosti 20-25 ár, og hins vegar ýmis framkvæmdaratriði, sem vinna öll gegn því að halda honum nothæfum.
Gott dæmi eru há tré í aðflugslínu austur-vesturbrautarinnar, sem jafnframt er flugtalína í austurátt, sem til stóð fyrir nokkrum árum að fella, af því að þau vaxa upp í aðflugið og flugtakslínuna og eru á leið með að skerða flugöryggi.
Nú eru trén komin að hættumörkum, en ekkert bólar á því að framkvæma lækkun þessarar hindrunar.
Ráðherra sagði um íbúahverfið nýja í Skerjafirði, að framkvæmdir við það "hæfust ekki strax", en í þeim orðum felst loðið orðalag, sem gæti lent málinu þannig, að framkvæmdir hæfust samt áður en fullrannsökuð athugun á áhrifum fimm hæða hárrar byggðarinnar lægi fyrir.
Í Fluggörðum er grasrót flugsins og íslenskrar flugtækni og niðurrif þeirra vinnur sterkt gegn því að viðhalda nauðsynlegri starfsemi á vellinum.
Gengið á ráðherra um fyrirhugaða íbúðabyggð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)