9.6.2023 | 20:54
Móðan frá Skaftáreldunum fór hring um jörðina 1783.
Mengunin frá kjarnorkuslysinu í Chernobyl í Úkraínu 1986 barst til Norðurlandanna. Nú kemst mengun frá skógareldum í Kanada til Noregs, en askan frá Eyjafjallajökli truflaði flugsamögngur á Norður-Atlantshafi og í norðanverðri Evrópu.
En ekkert af þessum fyrirbærum komst í hálfkvisti við eiturgufurnar frá Skaftáreldunum 1783 sem bárust sem móða til Evrópu og Norður-Afríku, og austur til Asíu og áfram yfir Bandaríkin til að klára hringinn, en þetta síðasta sýndu mælingar Benjamíns Franklíns.
Stórgos á borð við Skaftárelda verða á Íslandi á nokkur hundruð ára fresti, svo sem að Fjallabaki um 1480 og gos kennt við Eldgjá í kringum um 930, þar sem enn stærra hraun rann en í Skaftáreldunum.
Svona gífurgos geta orðið á Íslandi hvenær sem er á allra næstu öldum.
Móðan frá Skaftáreldunum olli kulda og harðindum sem urðu milljónum manna að bana í Afríku og Asíu, og askan frá Eyjafjallajökli truflaði flugsamgöngur um allan heim, einkum í Evrópu.
Mengunin náð til Noregs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)