22.8.2023 | 18:58
Íþróttafélög eða bygginga-fjárafla-og verktakafélög?
Gamalgrónu íþróttafélögin í Reykjavík, KR, ÍR, Valur, Ármann, Þróttur, Fram og Víkingur hafa í eegnum tíðina fengið að skjóta rótum á afmörkuðum svæðum sem hafa verið ætluð til nota fyrir íþróttastarf.
Með tímanum hafa orðið talsverðar breytingar hvað varðar þessi svæði, og eru helstu ástæðurnar hreyfingar í búsetu og aldur íbúanna.
Fróðlegt og gagnlegt kann að vera að rannsaka eðli og umfang þessarar sögu og það hvernig íþróttafélögin hafa farið út úr þessum breytingum í gegnum tíðina og eru raunar á fullri ferð enn.
Valur vill byggja íbúðir á æfingasvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2023 | 11:02
"Það besta er ókeypis"?
"The best things in life are free" hét vinnsæll slagari á síðustu öld og hefur kannski mikið gildi enn í dag.
Hlutir eins og loft, og vatn eru allt í einu orðin hundraða milljarða virði, hvort sem það er loft á hreyfingu fyrir svonefnda vindorkugarða, hreint vatn fyrir neyslu eða rennandi vatn fyrir orkuframleiðslu.
Í öllum fréttunum af þessum auðlindum kemur fram, að mikið vantar á að búið sé að ganga almennilega frá öllu lagalegu umhverfi þeirra, og er þar mikið verk óunnið.
Kaup á vatnsverksmiðju tefjast um eina viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)