24.8.2023 | 20:44
Vandasamt að smætta lúxusbíla.
Gott dæmi um það hve vandasamt það geti verið að smætta lúxusbíla fólst í örlögum bandaríska bílsins Packard fyrir bráðum heilli öld.
Á uppgangsárunum fyrir kreppuna miklu á fjórða áratug síðustu aldar náði Packard þeim harðsótta sessi að verða "the standard of the world", þ.e. eftirsóttasti bíll þjóðhöfðingja og mestu valdamanna. Roosevelt Bandaríkjaforseti sendi fyrsta forseta Íslands Fackard Clipper bíl að gjöf með Goðafossi haustið 1944, en hann sökk með skipinu út af Garðskaga og hvílir þar enn á hafsbotni.
Fundinn var annar, eldri og stærri Packard í staðinn, sá sem nú er í eigu embættisins.
Hjartað í Packard var vélin, átta strokka "flathead" línuvél sem vó næstum hálft tonn.
Þegar nýjar gerðir bíla komu á markaðinn eftir stríð vantaði Packard fé til að endurnýja útlit bíla sinna.
Til að bjarga því máli fyrir horn var það ráð tekið að bæta við uppfyllingarefni í hliðar Packard Clipper, sem var að vísu sæmilega fallegur, en þetta tókst ekki vel, og klíndu sumir viðurnefninu "pregnant elefant" á bílinn, hann var bæði klunnalegur og viðbæturnar á brettum og hliðumm vógu hátt í 100 kíló.
1948 gerði GM atlögu að Packart með spánnýjum Cadillaac sem var fyrsti bíllinn með uggum að aftan, sem entust sem tákn í 17 ár.
Aðalatriðið var þó stórgóð V-8 toppventlavél, sem bar af hliðarventla hlunknum í Packard.
Og nú komu 15 ára gömul Packard í koll, sem sé þau, að til þess að bíta af sér kreppuna ákvað Packard bjóða upp á minni og ódýrari gerðir með sex strokka hliðarventlavélum.
Þetta bjargaði að vísu fyrir horn, en aðeins í bili, því að í ljós kom mikið óhagræði varðandi ímynd Packard nefnsins sem besta lúxusbíls heims.
Íslendingar fylgdust hlægilega illa með, því að þegar síðasti forseta Packardinn var keyptur, var hann aðeins Studebaker í lélegu dulargervi eftir að Packard sameinaðist Studebaker.
Cadillac rann sitt skeið sem "standard of the world" með tilkomu Benz S og Lexus G400 í lok aldarinnar og bæði þessi merki hafa orðið að fara í gegngum það ferli að bjóða upp á misstóra og misdýra bíla líkt og Packard gerði fyrir 90 árum.
Samsetning kaupendahópsins hefur gjörbreyst með tímanum og gott gengi Benz og Lexus sýnir, að ef rétt er að þessu staðið, á það að geta heppnast og auðgað bílaflóruna.
![]() |
Smár, knár og með stóra drauma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2023 | 10:51
Flókið mál. Var verið að refsa Brigósjín?
Eins og flest, sem tengst hefur Jevgení Brigósjín, er erfitt að ráða í þær ástæður sem hafa ráðið þar för.
Þegar Pútín samdi við hann á dögunumm, kom þar fram að hann yrði í útlegð í Belarus og kæmi ekki ekki til Rússlands.
Þá brá svo við að Brigósjín ferðaðist eins og jó jó á milli Skt.Pétursborgar og Moskvu og dúkkaði upp um víðan völl, síðast í Afríku rétt fyrir dauða sinn.
Jafnan hefur verið erfitt að rekja þau mál þegar helstu andstæðingar Pútíns hafa lent í hremmingum, svo sem eitrunum og mál Brigósjíns virðist sveipað svipaðri hulu.
![]() |
Minntist ekki orði á flugslysið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)