14.9.2023 | 17:55
"...Vítt um geim, um lífsins lendur, / lofuð séu´hans verk..."
Einar Benediktsson fór oft vítt um völl og næsta djúpt í ljóðagerð sinni og talaði meðal annars um "eina alveldisálm / um anda, sem gerir steina að brauði."
Hann var um margt langt á undan samtíð sinni og myndi áreiðanlega taka fagnandi viðtengdri frétt á mbl.is um lífvænlega plánetu 120 ljósár frá jörðu.
Í nýjum sálmi með heitinu "Sorg og líkn" segir um meistara sköpunarverksins:
"Og ég veit að orðstír lifir,
ást og kæerleiksþel.
Sá, sem vakir öllu yfir
æ mun stjórna vel.
Vítt um geim um lífsins lendur
lofuð séu´hans verk.
Felum okkur í hans hendur,
æðrulaus og sterk."
Fundu lífvænlega plánetu í ljónsmerkinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)