Byrjun á nokkurra alda eldgosatímabili á öllum Reykjanesskaga?

Fyrir um þúsund árum stóð yfir nokkurra alda langt eldvirknistímabil á Reykjanesskaga, allt frá Reykjanestá og norðausuur undir Þingvallavatn. Eftir að þessu tímabili lauk fyrir um átta hundruð árum stóðu þau ummmerki eftir, sem við höfum ekiið um, allt frá Ögmundarhrauni um Hellisheiði, svo að dæmi séu nefnd. 

Innifalið í því er röð eldhrauna frá Ögmundarhrauni norður í Óbrynnishóla og niður í átt til Straumsvíkur og Vallanna í Hafnarfirði.  

Mikið vísindastarf blasir við ef reyna á að lágmarka það tjón sem af nýjum eldgosaöldum kann að verða á innviðum af ýmsu tagi, háspennulínum, byggingum og vegum, að ekki sé nú talað um hina fánýtu hugmynd um flugvöll í Afstapahrauni, sem nefndur hefur verið Hvassahraunsflugvöllur. 

 


mbl.is Skýrt merki um landris og kvika safnast fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. september 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband