Eyjafjallajökull kynnti Ísland öllu öðru fremur fyrir heimsbyggðinni.

Mesti efnahagsuppgangur lýðveldissögunnar varð hér á landi á árunum 2010 til 2018, og varð nær eingöngu vegna sprengjukennds vaxtar ferðaþjónustunnar. Úr því að það verða að meðaltali tvö til þrjú eldgos á Íslandi á hverjum áratug, rak hið stóra Grímsvatnagos smiðshöggið á gosið árið áður, því að það truflaði flugsamgöngur líka víða um lönd, þótt það væri ekki í eins miklum mæli og Eyjafjallajðkulsgosið.  

Gosin tvö afsönnuðu  rækilega þá eins konar trúarsetningu íslenskra ráðamanna, að aðeins stóriðja í eigu útlendinga gætu gefið möguleika til efnahagsvaxtar.  

Eyjafjallajökull raskaði flugsamgöngum um mestalla heimsbyggðina svo að þrátt fyrir hið óþjála nafn eldfjallsins vissi öll heimsbyggðin um tilvist þess. 


mbl.is Kemur Íslendingum verulega á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. september 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband