25.9.2023 | 18:05
Þegar hundurinn var aðkomuhundur.
Sérkennilegt er að sjá, að það skuli talið nauðsynlegt að taka það sérstaklega fram í frétt af gæsluvarðhaldi yfir konu vegna rannsóknar á andláti karlmanns, að konan hafi verið íslensk.
Þetta minnir á litla frétt í bæjarblaði á Akureyri hér um árið þess efnið að hundur hefði bitið mann, þegar nauðsynlegt þótti að taka það sérstaklega í lok fréttarinnar, að hundurinn hefði verið aðkomuhundur.
Konan sem sætir gæsluvarðhaldi íslensk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)