Mótsögnin, sem felst oft í því sem auglýst er og því sem fæst.

Náttúra Íslands er oft auglýst sem svo einstæðu fyrirbæri í veröldinni, að hún sé helsta aðdráttaraflið fyrir ferðafólk. Það fylgir oft með að kyrrð og friður í ósnortnum víðernum sé líka heillandi.

Í þessu tvennu leynist óþægileg mótsögn, sem sé sú, að sé ferðamannafjöldinn aukinn stórlega minnka líkurnar á því að upplifa hið seiðandi mál víðernanna. 

Mótsögnin getur líka átt við staði með iðandi mannlíf, svo sem birtist í mótmælum íbúa Bardelona fyrir nokkrum árum við þeim gríðarlega massatúrisma, sem keyrður væri áfram þar í borg. 

Við það væri fórnað tðfrunum, sem borgin og líf fólksins þar hefðu upp á að bjóða. 

Hér á landi er í gangi hæg en lúmsk tilhneiging til að reisa mannvirki af ýmsum toga sem víðast og tefla þannig töfrum hinnar ósnortnu náttúru í tvísýnu. 


mbl.is 5 bæir sem mælt er með að heimsækja frekar en Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. september 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband