5.9.2023 | 20:49
Eftir skref fram á við en síðan heil gönguferð afturábak.
Fram undir sjöunda áratug síðustu aldar ríkti fornaldarástand í vallarmálum í íslenskum íþróttum.
Fornaldarlegur malarvöllur með bárujárnskumböldum á Melunum varn ígildi þjóðarleikvangs í frjálsum íþróttum og knattspyrnu og hin nýja þjóðaríþrótt, handboltinn, kúldraðist í gðmlum hermannabragga í Vogahverfinu og varð að aka arfa frumstæðan krókóttan malarveg suður á Keflavíkurflugvöll til þess að fá náðarsamlegast að leika á fullstórum handboltavelli Kanans.
Nú er svo komið, að íþróttir á Íslandi eru á hraðri leið afturfarar, sem er hláleg hjá þjóð, sem hefur margfaldað þjóðartekjur sínar. Gefin eru loforð út og suður en ekkert bólar á efndum.
Hneisa fyrir okkur sem knattspyrnuþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |