13.1.2024 | 21:43
Tóku Íslending á þetta.
Hafi mörgum fundist þeir aldrei upplifað annað eins í lok leik Íslendinga og Serba í gærkvöldi, verður slík fullyrðing að standast leiðréttingu í kvöld; við höfum aldrei upplifað annað eins tvö kvöld í röð eins og nú er raunin.
Á rúmri mínútu í leikslok misstu Norðmenn niður tveggja marka forskot og fyrsta stig Norðmanna á stórmóti af þessu tagi var skyndilega staðreynd.
Í báðum leikjunum hjálpuðu einstaklingsmistök til við að skola stigi til frændþjóðanna norrænu utan af Norður-Atlantshafi.
Lengi hefur haldist líf í hugtaki í handboltanum hjá okkur, þar sem talað er um að taka Júgga inn í spilið.
Kannski er komið tilefni til að tala um það að "taka Íslending" á þetta?
Færeyingar komu til baka og náðu í stig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.1.2024 | 08:59
Tvö gullmörk Arons, eins og klippt út úr spennusögu.
Mörkin tvö sem Aron Pálmarsson skoraði á síðustu mínútum leiksins við Serbíu komu eftir að honum hafði verið skipt inn á.
Aron hefur að baki stöðu burðaráss í landsliðinu bæði í vörn og sókn, auk þess sem álagið á honum á atvinnumannsferlinu var orðið svo sjúklega erfitt og krefjandi, að það var farið að bitna á honum í formi meiðsla og leikþreytu.
Hann söðlaði því um og fékk þægilegra prógramm sem gerði honum smám saman kleift að ná þeim árangri, sem blasti við í blálok leiksins i gær, að koma inn á ögurstundu leiksins og snúa honum úr beiskum ósigri í einhvern eftirminnilegasta viðsnúning sem menn muna.
Aron Pálmason, þökk fyrir eitt af stærstu augnablikum íslenskrar handboltasögu. Svona geta aðeins snillingar framkvæmt.
Hvað í fjáranum Aron Pálmarsson? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)