15.1.2024 | 23:48
Önnur af tveimur ógnvænlegustu "sviðsmyndunum": Mannvirkin í Grindavík.
Í starfi vísindamanna í kringum umbrotin á Reykjanesskaga hefur stór hluti snúist í kringum það að búa til svonefndar "sviðsmyndir", annað orð yfir orðið möguleika.
Þetta var notað í vinnu við viðbrögð við fyrstu gosin, í Geldingadölum og Meradölum, sem stundum hafa verið spyrt saman úndir heitinu Fagradalsgos.
Eftir tveimur aðal sviðsmyndum hefur verið unnið að varnargörðum við tvö stærstu verðmætin, mannvirkin í Grindavík í formi hafnar, fyrirtækja og húsabyggðar, og hins vegar Svartsengisvirkjun, vatnsveitur og Bláa lónið norðan við Þorbjarnarfell.
Nú er að koma í ljós að undir húsabyggðinni í Grindavík er að myndast sigdalur þar sem land allt er kolsprungið á þann veg, að muni lenda í væntanlegum gosstað.
Þokkalegt að tarna og sýnir vel hve snúin og flókin staðan er á þessu svæði.
Vill endurskoða reglur um heimagistingu fyrir Grindvíkinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)