19.1.2024 | 18:48
Til lítils að svekkja sig nú yfir hlutdrægum dómurum.
Íslenska landsliðið sýndi það í leiknum við Þýskaland að þáð getur, ef rétt er á haldið, vel átt erindi í hóp sterkustu handboltaþjóða heims.
Í lýsingu sinni á leiknum lýsti Einar Örn Jónsson fram á það hvernig lélegir dómararar sýndu margsinnis hlutdrægni í dómum sínum og kórónuðu það með því að leyfa Þjóðverjum að nýta sér ólöglegar aðferðir á síðustu mínutu leiksins.
Þetta er svekkjandi, en fánýtt að vera að eyða dýrmætum tíma nú í að sökkva sér ofan í slíkt þegar aðalatriðið er að vinna jákvætt úr reynsluna af hinum tímabæra og gagnlega leik liðs okkar; besta leik okkar hingað til á mótinu.
![]() |
Aron: Þetta fór mikið í taugarnar á mér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)