Naglar í vínabrauðum.

Um miðja síðustu öld gerðist það hjá bakara einum í Reykjavík að bálreiður viðskiptavinur kom í bakaríið og sýndi bakaranum ryðgaðan nagla, sem hefði verið í vínabrauði sem hún hafði keypt. 

Bakarinn reyndi að róa og hughreysta viðskiptavininn en tókst ekki betur til en svo, að espa konuna með því að hnykkja á því að mannleg mistök hefðu átt sér stað og "svona lagað getur alltaf gerst."

Gert var gys að þessu þegar það fréttist, en atvikið var þó smávægilegt ef borið er saman við fjölda lausra bolta í farþegaþotum. 

 


mbl.is Fundu marga lausa bolta í vélum Alaska Airlines
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. janúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband