26.1.2024 | 14:51
Stefnir í langhlaup og hve langt getur það orðið?
Það hefur verið tekið þannig til orða hjá jarðvísindamönnum, að viðureign íbúa Grindavikur við eldsumbrotin á Grindavíkursvæðinu séu líkleg til að verða í formi langhlaups.
Erfiðleikarnir nú eru til marks um það hve erfiðar aðstæður er glímt við.
Meira að segja snjókoma getur stöðvað aðgerðir og í hvert skipti sem jarðeldur kemur upp, veit enginn nákvæmlega fyrirfram hvar það verður.
Síðasta sprungan, sem opnaðist með hraunrennsli, gerði það innan þess svæðis sem átti að verja með tilbúnum varnargörðum!
Enginn veit heldur hvort og þá hvenær eldgos byrja í Krýsuvíkurkerfinu eða slotar endanlega við Grindavík.
Ekki hleypt inn í Grindavík um helgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)