9.1.2024 | 23:58
Lausnarmiðað og vant fólk ætti að geta leyst þetta mál.
Mál Svandísar Svavarsdóttur sýnist mörgum snúið, en nú, þegar öll atriðði þess koma betur fram, ætti fjarvera ráðherra á samskipta- og fjarskiptaöld ekki að verða að afsökun fyrir því fyrir lausanamiðaða og sjóaða stjórnmálamenn að sigla því í höfn eins og gert hefur verið áður.
Kristján Loftsson var búinn að draga lappirnar lengi og nánast stefna í þær ógöngur sem gerði ráðherra illmögulegt að komast hjá því að gera upphaflegu ákvörðun sína fyrirsjáanlega.
Afleiðingin varð einstaklega klaufalegt mál, sem vefst fyrir aðilum þess.
Guðlaugur Þór staðgengill í fjarveru Katrínar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.1.2024 | 12:33
Mannslíf njóti vafans.
Eins og oft áður eru ýmsar skýringar á sveimi varðandi stöðuna í umbrotunum á Grindavíkursvæðinu.
Sem fyrr ætti það að hafa forgang hjá öllum að mannslífin, sem í húfi eru, hafi forgang.
Ástæða fyrir lítilli skjálftavirkni á mælum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)