16.2.2024 | 16:16
Brákarey núna - Örfirisey næst?
Deilur um þjóðlendur hafa tekið og taka áfram á sig afar fjölbreytta mynd.
Þessi mál öll virðast vera efni í eilífðardeilur.
Gengið mun lengra en nokkur bjóst við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2024 | 06:17
Smalað til slátrunar á Gaza ?
Þegar horft er yfir vettvang stríðsins milli Ísaelsmanna og Palestínu sést vel að Netanjahu er staðráðinn í að klára það fyrirfram yfirlýsta ætlunarverk sitt að króa Hamasfólkið af eins og dýr, sem leidd eru til slátrunar.
Fyrstu orð Netanjahu þegar Hamas gerðu hryðjuverkaárás í haust voru þau, að árásarmönnunum yrði útrýmt eins og hverjum meindýrum og nú þegar hafa Ísraelsmenn hrakið Hamasfólkið út í horn á landiskika þar sem flóttafólkið er innikróað og kemst ekki úr þessari prísund, enda því líkt við skriðkvikindi og glæpahyski.
Í upphafi stríðsins var það ágiskun síðuhafa að manndrápin í þessu nýjasta stríði yrðu í svipuðum hlutfðllum og verið hafa í fyrri átökum; að fyrir hvern Ísraelsmann, sem drepinn yrði, myndu verða drepnir tíu sinnum fleiri Palestínumenn.
Spáin hefur þegar reynst röng, því að hlutfðllin eru orðin allt að 1:20, og aðalætlunarverkið samt eftir.
Færeyingar mótmæla við íslenska sendiráðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)