25.2.2024 | 23:33
Mestallt innviðakerfi Reykjanesskagans er undir.
Þegar síðuhafi var kallaður í viðtal hjá Agli Helgasyni í upphafi jarðeldanna á Reykjanesskaga, voru tvö atriði efst á blaði.
1. Um Reykjanesskaga liggur hringlaga innviðakerfi, þar sem á meirihluta hringleiðarinnar hafa runnið hraun eftir ísöld.
2. Liðið hafa átta hundrað ár síðan nokkurra alda eldgosatímabili lauk um 1140, og nú væri hætta á því að nýtt langvarandi eldgosatímabil væri að hefjast. Húsfellsbruni væri ein af tíu stærstu hraunbreiðum landsins og hraun hefðu runnið til sjávar við Hafnarfjörð og út í Ellíðarvog í Reykjavík.
Á þeim þremur árum sem liðin síðan þetta viðtal var tekið hafa komið átta goshrinur og hin níuunda gæti verið skammt undan.
Eina huggunin er fólgin í góðum staðsetningum Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurflugvallar.
Ekki víst að hægt sé að verja Reykjanesbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)