5.2.2024 | 23:28
Minnir dálítið á stöðu Íslands 2008.
Í ágúst 2008 benti Gunnar Tómasson á það að skuldastaða Íslendinga væri orðin ósjálfbær og nefndi svakalegar tölur því til stuðnings. Ef rétt er munað var skuldabyrðin þreföld árleg þjóðarframleiðala okkar.
Á þessum tíma, aðeins nokkrum mánuðum fyrir Hrunið, skall á alager þögn um þessar ábendingar Gunnars, vegna þess að menn héldu að það myndi skemma fyrir orðstír landsins að halda þeim á lofti.
Hið rétta í málinu kom endanlaga ljós hjá rannsóknarnefnd Alþingis. Þegar síðla árs 2006 hafði munað hárbreidd að hin risavaxna sápukúla íslensku bankanna spryngi.
Ástandið, sem seðlabankastjóri Bandaríkjanna lýsir nú varðandi fjárhagsstöðu Bandar´íkjanna, minnir dálítið óþægilega á þetta.
Skuldastaða Bandaríkjanna ósjálfbær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)