Eldgosin velja sér sjálft "sviðsmyndir."

Nokkrar staðreyndir hafa blasað við varðandi jarðeldinn, nú lætur gamminn geysa með því að ausa glóandi hraunkviku úr hinu stóra kvikuhólfi, sem er undir Svartsengi og tengist 15 kílómetra löngum kvikugangi, sem liggur í gegnum byggðina í Grindavík. 

Þessar tvær staðreyndir segja í raun allt sem segja þarf um umfang eldsumbrotanna sem geta, rétt eins og Kröflueldar 1975-1984, staðið í tíu ár. 

Rétt um hádegisbil í dag var greint frá því, að eldgosið núna væri ein af þeim mörgu sviðsmyndum, sem búið hefði verið að gera um aðgerðir til að hafa áhrif á afleiðingar eldsumbrotanna, en vonast hefði verið til að það þyrfti ekki endilega að verða þessi, sem nú er orðin raunin. 

Nú blasir við að þetta var samt einmitt þessi óæskilega sviðsmynd og sagt, að það komið á óvart. 

Miðað við það að hugsanlega eigi mismunandi sviðsmyndir eftir að raða sér á næstu tiu ár sýnist staðan vera miklu alvarlegri en menn bjuggust við. 

Kvikan í neðra og aflögun og umturnun jarðar virðist geta átt sér stað hvenær sem er og hvar sem er, 

Viðureign manna og jarðelds hlítir að miklu leyti svipuðum lögmálum og styrjaldir og átök í mannheimum hvað snertir það, að sá aðilinn, sem getur ráðið þvi hvar vígvðllurinn verður, færi miklu betri vígstöðu upp í hendurnar. 

Í átökum manns og jarðelds er leikurinn ójafn. Jarðeldurinn ræður öllu um það hvar vígvöllurinn er.

Eldgosin velja sér sjálf staðina sem barist er á.


mbl.is Sprungan 3 km löng: 30 mínútna fyrirvari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. febrúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband