Fyrir rúmum áratug var það reifað hér á síðunni að Ísland væri að vaxa úr því að vera borgríki upp í það að vera tvöfalt borgríki eða borgarsvæði, kennd við Reykjavík og Akureyri.
Var þetta nýja mat byggt á fróðlegum fyrirlestri, sem prófessor frá Háskólanum á Akureyri hélt í Reykjavík um hugtakið FUA sem er ensk skammstðfun á hugtakinu Functional urban area, virkt borgarsvæði.
Skilyrði fyrir þessu væru tvö:
Minnst 15 þúsund íbúar.
Minna en 45 mínútna ferðatími frá miðju til jaðars.
Nú má sjá þetta á ný í íslensku dagblaði í umfjðllun sem fjallar um Akureyri sem borgarsamfélag.
Frétt í dag um 150 ný hraðhleðslustæði fyrir rafbíla er svolítið í stíl við það ef benni væri bætt við sem þriðja skilyrðið.
![]() |
Yfir 150 ný hraðhleðslustæði innan tveggja ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.3.2024 | 10:56
Náttúruöflin ráða ferðinni áfram.
Mælitæki og mælitækni öll hafa aldrei verið fullkomnari og fjölbreyttari en nú, en samt sannast enn, að þrátt fyrir að ótal sviðsmyndir verði til á teikniborðum vísindamanna er alltaf erfitt að spá, einkum um framtíðina.
Eins og er virðist sloppið fyrir horn í þessari lotu, þótt boltinn sé í raun hjá náttúruföflunum.
![]() |
Gasmökkurinn sá mesti til þessa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)