12.4.2024 | 22:02
Öxlin er alveg einstaklega flókinn liður.
Það kann að sýnast frekar léttvæg meiðsli að rífa tvö liðbönd í einum lið, en af bæði reynslu síðuhafa að brjóta axlir sínar og slíta liðbönd á æviferli sínum og fræðast í leiðinni af læknum og sjúkraliði um eðli þessara meiðsla, má álykta að slík meiðsli séu yfirleitt verri viðfangs en brot og liðbandaslit á öðrum liðamótum.
Ástæðan er sú, að axlarliðunum er ætla mun stærra hreyfisvið í allar áttir en öðrum liðum, og til þess þess þarf mun flóknari samsetning á vöðvum og liðböndum.
Hvað Sveindís Jane snertir, blasir við að hún þarf mikið til að ná upp lengdinni á innköstum sínum, sem er óvenjulega stór hluti af einstökum hæfileikum hennar.
![]() |
Sveindís reif tvö liðbönd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |