23.4.2024 | 18:16
Hæfileikaríkar konur á besta aldri, Katrín og Halla Hrund.
Þegar Halla Hrund Logadóttir hlaut skipun í embæti Orkumálastjóra vakti hún strax athygli fyrir afar yfirvegaða og góða framkomu. Þar skein í gegn afar góður og hagnýtur námsferill, sem hún gat nýtt sér í hinu vandmeðfarna starfi.
Þegar blasti við að í´krafti þekkingar og traustvekjandi framkomu gátu ráðamenn ekki gefið sér það að hún yrði ætið þæg og auðsveip fyrir þá, kom tvennt fram, sem hefur sett þegar strik í kosningabaráttuna fyrir forsetakosningarnar:
Hið fyrra var sá möguleiki væri skoðaður að leggja Embætti Orkimálastjóra lagt niður og hið síðara varð að veruleika, að Halla Hrund færi af stað í framboð til embættis forseta Íslands.
Þetta getur orðið til þess, að ef markhópar Katrínar og Höllu Hrundar skarast mikið muni það gagnast Baldri Þórhallssyni.
![]() |
Vonbrigði fyrir Katrínu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 24.4.2024 kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)