29.4.2024 | 23:53
Ólýðræðislegur og ranglátur "þröskuldur."
Samkvææmt skoðanakönnunum eru Vinstri grænir nú dottnir inn í einhvers konar limbó varðandi það að detta út af þingi. Og í hverri skoðanakönnuninni eftir aðra eru sósíalitar í slíku ástandi.
4,4 prósent kjósenda eru um það bil 10 þúsund manns, og þessir tveir flokkar verða að sæta því að vera í raun rændir því þingfylgi, sem þeir ættu að hafa með réttu.
Ástæðan er sú, að þegar síðasta breytingin á kjördæmaskipaninni var gerð um síðustu aldamót, fengu fulltrúar stóru flokkanna þessu framgengt.
Svona þröskuldar eru að vísu til erlendis, en enginn er hærri en sá íslenski.
![]() |
Miklar fylgissveiflur forsetaefna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)