Enn sjást atriði í nýju ljósi varðandi upphaf Seinni heimsstyrjaldarinnar.

Skrifandi þessarar bloggsíðu hefur alla ævi verið mikill áhugamaður um hernaðarsöguna, enda eru sífellt að koma í ljós atriði, sem varpa nýju ljósi hana. 

Magnað rit Max Hastings um Seinni heimsstyrjöldiha og fleiri ný gögn um hana hafa hrist upp í viðteknnum atriðum, og er atburðarásin frá 1938 til 1940 gott dæmi um það. 

Hingað til hefur atburðarásin verið svona hjá flestum:

1. Síðsumars 1938 krefst Hitler þess að Súdetaþjóðverjar í Tékklandi fái að sameinast Þýskalandi. Hernaðaryfirvðld beggja aðila skelfast tilhugsunina um stríð. Í þýska herráðinu er pukrast með það að taka ráðin af Hitler, en falla á tíma þegar Hitler fær héruðin bardagalaust, líkt og gerst hafði með Austurríki fyrr á árinu. Tímaritið Time útnefnir Hitler sem mann ársins í árslok. 

2. Vesturveldin telja sig hafa grætt á friðnum og til að fá meiri tíma til að efla viðbúnað sinn. 

3. Þrátt fyrir þetta hafa Þjóðverjar fengið öflugan hergagnaiðnað, þar á meðal Skóda skriðdreka, á silfurfati, sem og alla Tékkóslóvakíu, sem nú er svipt öllu því náttúrulega landslagi fjalllendisins, þar sem voru rammgerð varnaðarmannvirki. 

4. 1.september 1939 notar Hitler kosti Leifturstríðs til að ráðast á áður óþekktum hraða með meginhluta þýska hersins á Pólland, búinn að tryggja skiptingu meginlands Evrópu í griðasamningi við Stalín. 

5. Á nokkrum vikum eru Pólverjar gersigraðir og enn fær Hitler stóran vinning á silfurfati, því að loforð Vesturveldanna um að ráðast úr vestri á Þýskaland eru einskis virði og fyrstu svikin af löngum lista um það hve hræðilega pólska þjóðin fór út úr stríðinu. Þrátt fyrir öll stóru orðin var engin sóknaráætlun til staðar til að beita hernum gefn Hitler og þegar loksins áætlun var til og alltof fáar breskar herdeildir komnar til Belgíu, lýsti áætlunin fyrir Bretana alveg ótrúlegu vanmati þeirra á aðstæðum. 

Allt tálsýnir:

Franski herinn stærri en sá þýski. Rangt. 

Þjóðverjar með fleiri skriðdreka. Rangt. 

Ardennafjöllin ófær fyrir skriðdreka. RANGT!

Meðal hindrana voru Meuse og fleiri ár. Rangt.

Hersnillingurinn Eric von Manstein gerði snilldaráætlun um leifturhraða sókn gegnum Ardennafjöllin, sem að mörgu leyti virtist fífldjörf, meðal annars að komast á tæpum vöðum yfir árnar.

Hvað eftir annað áttu Frakkar góða möguleika á að stöðva eða trufla Þjóðverja en voru ALLTAF of seinir! 

Á einum upplögðum stað fyrir gagnárás töfðust hermenn Breta og Frakka um tvo sólarhringa við að framkvæma verkið. Í herráðum Bandamanna voru töluð minnst þrenn tungumál, og dæmi var um að á yfirstjórnarfundi hefðu allir aðilarnir villst á leiðinni og ekki fundið fyrirhugaðan fundarstað!

Fjarskipti og skipulag voru aðalsmerki Þjóðverja. Ef fótgöngulið lenti í vandræðum, voru Stuka steypiflugvélar komnar á vettvang á einu til tveimur kortérum. 

Bretar notuðu meðal annars flugvélar af gerðinni Fairey Battle, sem Þjóðverjar sölluðu niður á þann hátt að þær fengu viðurnefnið fljúgandi líkkisturnar. 

Breski herinn átti að halda frá Frakklandi yfir í Belgíu sem lið í því að umkringja Þjóðverja, en grófu með því sína eigin gröf, voru sjálfir umkringdir og hröktust slyppir og snauðir yfir Ermasund!

Fyearu árra mánuðir stríðsins fengu niðurnefnið Phoney war eða Sitzkrieg, því Frakkar létu nægja að fara á einum stað ðrfáa kílómetra inn í Þýskaland, en hreyfðu sig ekkert eftir það.

Vísa í bloggpistil Einars Björns Bjarnasonar um svipað fyrirbæri í Úkraínu og athugasemd við það.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Bíll stóð í ljósum logum á Sæbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. maí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband