Áratuga sofandaháttur varðandi vindorkuna.

Áratugir eru síðan nágrannaæjóðir okkar fóru að huga að uppbyggingu vindorkugarða, svo sem á JóTlandi og nálægt ströndum á svæðinu milli Danmerkur og Þýskalands.

Á ferðum skrifanda þessarar síðu um þessi svæði fyrir meira en aldarfjórðungi gafst færi á að fara um þessi svæði og átta sig á helstu atriðum þessarar orkuöflunar eins og þau voru þá. 

Helstu ágreiningsefnin svo sem hávaðinn af spöðunum, voru þegar komin á dagskrá, og vindorkumannvirkin fóru ört stækkandi. 

Árin liðu og hér á landi stóð allt í stað nema á vegum Landsvirkjunar við Búrfell.

Sárleg vöntun er á skðpun almennilegs lagaumhverfis fyrir þróun þessa nýja umhverfis í orkuöflun, sem næst barði að dyrum í Dalabyggð.  

Á landsfundi Landverndar nýlega var birt yfirlit yfir helstu hugmyndir um vindorkuver á Íslandi, og samkvæmt því stefnir í orkuöflun um allt land á orku, sem gæti orðið talin í þúsundum megavatta!

Merkilegur má heita sá mikli sofandaháttur sem ríkir í því að skapa vel kannað lagaumhverfi um jafn byltingarkennt fyrirbæri. 


mbl.is Krefjast stefnu um uppbyggingu vindorku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. júní 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband