22.6.2024 | 22:54
Stórmerkum áfanga náð í aldalöngu stríði, sem framundan er?
Flestir vísindinamenn hallast að því að árið 2020 hafi lokið átta hundrað löngu viðburðalitlu tímabili hvað snertir eldvirkni, sem mótað hefur Reykjanesskagann á svipaðan hátt og hinn eldvirkna hluta Íslands um þúsundir ára.
Árið 1973 gerðist sá tímamótaviðburður í sögu Íslandsbyggðar að eldgosi og þéttri byggð laust saman í gosi í Heimaey.
Þar gengu Íslendingar á hólm við hina máttugu náttúru landsins vopnaðir íslensku hugviti sem Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor veitti brautargengi.
Árangurinn varð á heimsmælikvarða, og þessa dagana stendur yfir sams konar hörð barátta samkvæmt fordæminu frá Heimaeyjargosinu.
Þessi viðureign virðist ætla að enda með sigri, að minnsta kost í bili, en enda þótt það sé viðburður á heimsmælikvarð, ber að hafa það í huga, er ekki spretthlaup heldur langhlaup að ræða.
Eldgosinu lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 24.6.2024 kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)