26.6.2024 | 01:03
Íslenska malarvegakerfið veldur milljarða króna tjóni á hverju ári.
MR 60 argangurinn hefur haldið hópinn í gegnum tíðina. Bekkjarráðið frá 1960 havfði æviráðningu og sér til dæmis um það að farnar eru tvær hópferðir árlega frá Reykjavík, jafnvvel allt vestur á firði. Sönghópurinn MR60 var stofnaður fyrir 30 árum og ellefu úr hópnum söng stúdentasönginn "Svalt að vera stúdentar" inn á disk á 60 ára stúdentsafmælinu 2020 sem skólinn fékk til eignar.
Í hópferð í stórri og glæsilegri rútu af fullkominni gerð um Suðurland í fyrradag kom hins vegar glöggt í ljós ótrúleg plága sem felst í hinu hræðilega vegakerfi landsins.
Nýjustu rúturnar eru margar með afar fullkominn fjöðrunarbúnað sem virkar alveg yndislega á alla lund, en það breytist á hinn versta veg þegar aka þarf malarvegina.
Þá snarfellur hraðinn, sem rúturnar þola, niður í það að verða allt niður í gönguhhraða.
Ástæðan er í meginatriðum sú að malarvegir með holum sínum og þvottabrettum hafa svo ónothæf þolmörk fyrir sveiflutíðni vegarvins, að rútan hristist, skelfur og glamrar svo að ekki er neinum bjóðandi.
Á tugum kílómetra verður að lötra á gönguhraða ef komast á hjá því að hrista bílinn í sundur.
ÞETTA ER ÓÞOLANDI ÁSTAND, SEM KOSTAR ÞJÓÐINA MILLJARÐA KRÓNA VEGNA TAFA OG TJÓNS, AUK TJÓNSINS, SEM ILLRÆMt ORÐSPOR VELDUR.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)