Frækilegur sigur Íslendinga í kvöld er áfall fyrir þá ensku sem urðu að þola þennan beiska ósigur á heimavelli sínum, frægasta þjóðarleikvangi heims. Jafnvel þótt leikurinn teldist vináttulandsleikur verður hann ef til vill samt færður í annála vegna þess, að enn lifir minningin um ófarir þeirra fyrir Íslendingum hér um árið.
Mörgum Íslendingum er í minni það heljar sálræna tak sem Svíar virtust hafa á okkur í lok síðustu aldar í handboltanum og gekk þetta fyrirbæri oft undir heitinu "Sænska Grýlan."
Mikið væri nú gaman ef örþjóðin af hjara veraldar væri að gera sig líklega til að gera eitthvað svipað.
![]() |
Ísland skellti Englandi á Wembley |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |