Dásamlega íslenskt, að bregðast við eldgosum með virkjanaæði.

Færustu sérfræðingar okkar í eldgosafræðum telja líklegt að nú sé að hefjast tímabil, kannski nokkrar aldir, þar sem fimm eldirknissvæði, sem raða sér eftir Reykjaneskaganum allt frá Reykjanestá til Hengilsins verða virk, hvert á eftir öðru. 

Fagradalsfjall byrjaði og nú er svæðið Eldvörp-Svartsengi á fullu. Austar bíður Krýsuvíkursvæðið eftir því að láta til sín taka og gera jafnvel enn meiri usla. 

Og hver skyldu nú viðbrögð íslenskra handhafa valda og peninga vera?

Að endurskoða öll áform um mannvirkjagerð á hættusæðunum? 

Nei, alveg þveröfugt. Að fara í eins konar virkjanakapphlaup við náttúruöflin í samvinnu við erlenda fjárfesta í svipuðum stíl og ríkti þegar HS Orka var hleypt af stað. 

Að virkja eins mikið og hratt og hægt er! 

Búnir að ná slkum snilldartökum á baráttunni við jarðeldinn núna, að "það er ekkert sem ógnar okkur..." eins og þeir orða það. 

Ekki skemmir heldur að nú er búið að finna upp módelið að mjólka út úr landsmönnum fjármagn til gerðar varnargarða og skaðabóta vegna mannvirkjatjóns! 


mbl.is Ógnar ekki starfsemi HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júní 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband