"Ekkert veður" heldur á Brúaröræfum.

Sauðárflugvöllur á Brúaröræfum með sína alþjóðlegu skráningu BISA hefur verið starfræktur af sinni óvenjulega staðfestu síðan 2011 á þann hátt, að völlurinn, sem er hálendisflugvöllur í 660 metra hæð yfir sjávarmáli, hefur jafnan opnast sjálfkrafa um mánaðamótin júní-júlí þótt allir hálendis jeppaslóðar á þessum slóðum hafi verið ófærir. 

Til þess að þessi mikli kostur þessa stóra fimm flugbrauta náttúrugeði flugvöllur hafi nýst, hefur aðeins þurft að hafa fasta viðveru ökufærs bíl til að hefja völtun hans, dytta að vindboka og öðrum merkingum og koma vitneskju um ástand vallarins í gögnum Isavia hverju sinni.

Í sumar breyttist þetta hins vegar vegna óvenjulegs veðurfars og skemmdarverka á jeppanum.

Óvenju lítið vatn hefur verið í Hálslóni. Sólbráð jökulsins sér yfirleitt um mest af rennslinu í lónið, en í sumar hefur þetta rennsli hins vegar verið óvenju lítið.

Ofan á þetta hefur síðan bæst alveg einsteklega mikil bráðnun í hjólförum hálendisjeppaslóðana.

Afleiðingin hefur orðið sú að tvær sérstakar ferðir til að taka völlinn út hafa misheppnast, hvor um sig með um 1600 kílómetra akstursvegalengd frá Reykjavík.

Síðari ferðin stendur nú nú yfir og hafa árlegar sameiginlegar ferðir til að dytta að hálendisskálum á norðausturhálendinu orðið fyrir barðinu á óvenjulegri óheppni í veðurskilyrðum.

Við þetta hefur bæst vinna vinnuflokka sem hafa verið að setja upp mælanet í samræmi við viðbúnaðarástand almannavarna vegna á hættu á eldgosi í Öskju undanfarin mieseri. . 

 

 

 


mbl.is „Ekkert veður“ í borginni það sem af er júlí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. júlí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband