30.7.2024 | 23:22
Styrking vegamannvirkja á láglendi álitlegri kostur en Fjallabaksleið?
Fyrir löngu hefur verið kominn tími á að styrkja Þjóðveg eitt yfir Mýrdalssand á svipaðan hátt og gert hefur verið við leiðina yfir Skeiðarársand.
Beinast liggur við að lagfæra árfarvegi og finna góð stæði fyrir stæðilegar brýr í ætt við brúargerð sem lokið hefur verið við á Skeiðarársandi.
Fjallabaksleið með bundnu slitlagi er hálendisvegur með þeim ókostum og deiluefnum sem fylgja stórkarlalegum framkvæmdum í friðlandi og er líklega síðri kostur en vandaður heilsársvegur á láglendi.
Segir bændur í Álftaveri vilja varnargarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)