Viska Bíla-Lása: Hvað er að, þegar ekkert er að, en þó er ekki allt í lagi?

Á dögum föður síðuskrifara urðu ýmsar skondnar spurningar og svör hjá meiraprófsprófara, sem kallaður var Bíla-Lási, nafnkunnar fyrir frumlegan þankagang. 

Ein spurningin var þessi: "Hvað er að þegar ekkert er að, en þó er ekki allt í lagi?"

Margir götuðu til að byrja með á henni og nú er spurningin btil lesenda þessa pistils, hvert rétt svar að mati Lása hafi verið.

Svar hans var:

Þá er litla gatið á besínlokinu stíflað.  

Forsendan fyrir því var sú, að meðan bíllinn væri í notkun, væri geymirinn alltaf hafður fullur. 

Ef gayminum væri leyft að tæmast, án þess að fyllt væri á jafnóðum, myndaðist lofttæmi inni í geyminum, sem gæti valdið rennslistregðu sem endaði með því að dælan bilaði eða geymirinn félli saman. 

P.S. Nú kemur tilkynning inn til síðuskrifara um vandræði við að koma á nettengingu. Úps!

 

Eftir tveggja tíma töf berst hjálp og nú er hægt að halda áfram með Bíla-Lása. 

Langt fram eftir aldri hló ég að speki hans, en Boeing-slysin vörpuðu nýju ljósi á hana. 

Slysin fólust nefnilega í því að framleiðandinn framleiddi tölvustýrt kerfi, sem félli undir þá skilgreiningu að "ekkert væri að."

En gerðu þau mistök að reikna ekki mannlegum takmörkum við sérstakar aðstæður, sem gátu valdið banvænum afleiðingum.   

 


mbl.is Boeing játar sök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júlí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband