Vinnuflokkur við að setja upp net mælinga vegna hættu á eldgosi í Öskju.

Í árlegri ferð til að skoða ástand Sauðárflugvöll á Brúaröræfum þegar hann opnast að vorlagi, sem farin var um síðustu  helgi, kom ýmislegt óvænt í ljós.a

Völlurinn ber alþjóðlega skráningarmerkið BISA og síðuskrifari er umsjónarmaður hans. 

Í fyrra var hið óvænta í formi hóps 19 manna hóps fallhlífarstökkvara, sem komu frá Svíþjóð til að prófa völlinn. eins og sést á meðfylgjandi mynd. DSC00083

Venjulega er völlurinn orðinn þurr og vel nothæfur í byrjun júní eða jafnvel lok maí, en á sama tíma eru allar hálendisslóðir á svæðinu ónothæfar vegna snjóa og síðar leysinga. 

Í ár ber svo við að hálendisslóðirnar eru ófærar vegna leysinga en óprúttnir aðilar hafa samt virt lokanir að vettugi og valdið skemmdum á slóðunum. Af þessum sökum varð því að snúa við hjá Kárahnjúkastíflu og fresta hinni venjulegu opnunarferð flugvallarins.  

Þar sem fært er á fjórhjólum og fótgangandi var vinnuflokkur hins vegar að störfum við Sauðarárdalsstíflu á sunnudag við að setja upp net mæla til að hægt sé að hafa viðbúnað á áhrifasvæði hugsanlegrs eldgoss í Öskju, sem hefur verið sett á gult viðbúnaðarstig almannavarna síðustu tvö ár vegna kvikumyndunar undir eldstöðinni, sem er á viðsjárverðu dýpi.   

Aðeins er um tíu mínútna flug frá Öskju til Sauðárflugvallar, og hann kom að góðum notum í gosinu í Holuhrauni 2014 til 2o15.  


Bloggfærslur 9. júlí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband