Öðlast stórvígvöllur nýja frægð?

Nokkrir stórir vígvellir síðari heimsstyrjaldarinnar urðu frægastir allra vegna þeirra miklu áhrifa, sem stórorrusturnar á þeim hafði á gang stríðsins. 

Allþekkt er orrustan um Stalíngrad, sem menn eru sammála um að olli straumhvörfum í styrjöldinni.  

Hitler hafði samt ekki misst vonina, þrátt fyrir hrikalegasta afhroð, sem þýsk hernaðarsaga kunni frá að greina þar sem heill her, sjötti herinn, var hreinlega þurrkaður út.  

Sumarið 1942 hafði sumarkoman fært fært Þjóðverjum svo hagfelld skilyrði til hernaðar, að þeir komust lengra austur en nokkru sinni fyrr. 

Með því að skófla nýjum ofurskriðdrekum í miklum mæli á vígstöðvarnar sköpuðus skilyrði til að vinna sigur í stærstu skriðdrekaorrustu allra tíma og nýta sér hlykk í legu víglínunnar við Kúrsk. 

Tiger skriðdrekarnir nýju og öflugu reyndust hins vegar svo flóknir og dýrir í rekstri og viðhaldi, að fresta varð operation Citadel ítrekað, og þar að auki komust Rússar á snoðir um aðgerðina með þeim ágætum, að þeir lokkuðu í Þjóðverja í gildru, sem olli því að þeir fóru herfilegar hrakfarir í stað sigurs. 

Ýmis líkindi eru með Kursk nú og Kursk 1943, en stærðarmunurinn er þó gríðarlegur. 


mbl.is Segjast hafa náð þúsund ferkílómetrum frá Rússum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. ágúst 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband