Ómetanlegt náttúrurdjásn.

Kaldá er hluti af stærsta vatnsfalli á Reykjanesskaganum, og rennur neðanjarðar á tuga metra dýpi til sjávar við Straumsvík. 

Þar er vatnsmagnið svo mikiið við ströndina að sagt er að áður fyrr hefi sjómenn ekki þurft annað en dýfa höttum sínum í sjóinn til þess að fá sér vatn að drekka. 

Vatnið sem fellur í ánni á yfirborðinu er aðeins örlítið brotabrot af heildarmagninu sem Reykjanesfjallgarðurinn beinir til sjávar.  

Kaldá er þvílík náttúrurperla að afar mikilvægt er að viðhalda rennslinu í þessu einstæða vatnsfalli. 

Síðuskrifari dvaldi í þrjú heil sumur í Kaldarseli árin 1947, 48 og 49 og telur síðan Kaldá í flokki með helgustu vættum landsins.  


mbl.is Uppþornuð Kaldá ekki vandamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. ágúst 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband