Örn Clausen var í 2-3 sæti á heimslistanum í tugþraut 1949, 1950 og 1951.

Hluti af spjalli um íslenska tugþraut í Ólympíukvöldi Sjónvarpsins í kvöld fór í vangaveltur um íslensku tugþrautina fyrr og nú. 

Þessi stutta umræða í þættinum snerist í kringum Jón Arnar Magnússon sem miðjuna í þessari íþróttagrein en nafn Arnar Clausen var ekki nefnt. 

Víst er Jón Arnar alls góðs maklegur og komst á inn á alþjóðlegan afrekalista ínn í topp tiu í greininni. 

En þetta afrek hans bliknar þó í samanburðinum við afrek brautryðjandans, Arnar Clausen, að vera í 2-3 sæti á listanum þrjú ár í röð. 1949, 1950 og 1951.   

Örn var þarna að keppa við enga aukvisa. Efsti maðurinn á listanum, Bob Mathias, var meðal skærustu stjarnanna á Ólympíuleikunum 1948 og 1952 og setti sérstakan blæ á tugþrautina almennt í frjálsum íþróttum. Nafn hans og Fanny Blankers-Koen voru heimþekkt á við nöfn frægustu kvikmyndastjarna.  

Í einangrun Íslands lengst norður í höfum, var það lýsandi fyrir þær aðstæður, sem íslenskir afreksmenn urðu að glíma við, að Örn keppti aðeins þrisvar í tugþraut, einu sinni hvert ár, 1949, 1950 og 1951.    


mbl.is Besti árangur Íslendings á Ólympíuleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. ágúst 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband