Duplantis á stalli með Birni Borg, Ingemar Stenmark og ABBA.

Nýjasta stórstirni Svía heitir Armand Gustav Duplantis eftir að hann gulltryggði einstæða snilld sína með því að setja enn eitt heimsmetið í stangarstökki í kvöld. 

Með þessu stimplaði hann sig inn sem stórstirni Svía frá fyrri tíð. 

Sentimetrarnir segja sína sögu þegar horft er á að þessi afreksmaður setji hvað eftir þann standard að stökkva allt að hálfum metra hærra á íþróttamótum en næstu keppinautarnir. 

Stangarstökk er sérstaklega flókin og vandasöm tæknigrein, sem unun er að horfa á og kynna sér. 


mbl.is Tvö heimsmet slegin í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálst að valsa með málvenjur að vild? Er í lagi að eiga heima á Reykjavík?

Í kvöld mátti heyra málnotkun í útvarpi, sem vekur spurningu um það hve mikið frjálsræði sé æskilegt í tali um staði og svæði. Þar togast oft á annars vegar fastar málvenjur heimamanna eða þeirra vilja hafa þær í hávegum og hins vegar þeirra, sem hneigjast að því að hver geti haft þær að vild sinni. 

Á að binda ákveðna notkun eða ekki?

Tilefnið úr útvarpsfréttum frá í kvðld fólst í því að veðurfræðingur talaði um "veðrið í Breiðafirðinum". 

Svona málnotkun hefur farið í vöxt þá talað um veðrið "á Austfjörðunu" og "Vestfjörðunum". Aðeins tveir til þrír veðurfræðingar hafa stundað svona tal þvert ofan í almenna málvenju, en hika ekki við að keyra þetta fram í krafti aðstöðu sinnar til að stunda málleysur af ýmsu tagi. 

Næsta skref gæti orðið að í tali um aðra staði eða svæði fari að skjóta upp kollinum setningar eins og "gott veður á Selfossinum" eða "hvasst í Hveragerðinu." 

 


mbl.is Eru gleymd orð framtíð íslenskunnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. ágúst 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband