Já, línurnar liggja ekki alveg saman.

Eins og ég bloggaði um þegar Indefence-undirskriftasöfnunin stóð yfir, liggja línurnar ekki saman varðandi afstöðu fólks til Icesave-samninganna annars vegar og hins vegar til ákvörðunar forseta Íslands. 

Þetta kemur fram í skoðanakönnunum og er ekkert óeðlilegt við það að sumir séu andvígir gjörð forsetans en jafnfram andvígir Iceasave-samkomulaginu og aðrir séu samþykkir Icesave-samkomulaginu og einnig gjörð forsetans.  


mbl.is Meirihluti með lögunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lína og Jói liggja saman,
í laut og finnst það gaman,
þeirra á milli þó smá bil,
og það er kallað hér um bil.

Þorsteinn Briem, 6.1.2010 kl. 19:50

2 Smámynd: Ra

Skoðanakannanir eru sennilega eitthvert versta andlýðræðislega stjórnmálaafl okkar tíma. 1. Þær skipa þeim sem velja að svara, að gera upp hug sinn áður en viðkomandi hefur haft möguleika á að skoða málið í kjölinn. 2. Þær virðast vera skoðanamyndandi fyrir stóran hóp fólks sem vill vera með meirihlutanum og kýs þ.a.l. í samræmi við niðurstöður slíkra kannana. Ég gæti talið upp fleiri atriði sem mæla á móti skoðanakönnunum. Ekki vil ég þó banna þær, heldur hitt að fá fólk til að hætta að taka þátt í þeim. Eru ekki til einhverjar almennilegar og marktækar rannsóknir á fyrirbærinu?

Með kveðjum og þökk fyrir gott blogg Ómar.

Ra, 6.1.2010 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband